Reva rafbíla fyrirtækið var
formlega stofnað 1995 sem samvinna milli Maini félagsins í
Banglore og Amerigon Electric Vehicle Technologies (AEVT inc) í
Irvindale Californíu. Markmiðið var að framleiða
umhverfisvæna og ódýra bifreið ætlaða til borgaraksturs.
Reva Rafbíla fyrirtækið er
staðsett á Bommasandra Iðnaðarsvæðinu í Bangalore,
Indlandi. Fyrirtækið ræður yfir 180 starfsmönnum og er
framleiðslan byggð á sveigjanlegri flæðilínu sem skapar
góða framleiðni jafnhliða lágum kostnaði.Rannsóknar og
hönnunardeildin vinnur að stöðugum endurbótum og hönnun á
nýjum módelum af Reva.Tilrauna svæðið tryggir að allar Reva
bifreiðar skila sér fullkomlega öruggar og traustar til
notenda.
Reva hefur byggt sýn sína með
þvi að blanda saman vönduðum vinnubrögðum og því að vera
leiðandi í umhverfisvænum borgar farartækjum, og bjóða upp
á ódýrustu og jafnframt bestu gæði í rafbifreiðum sem hægt
er að fá.Markmiðið er að kynna og þróa umhverfisvæna
tækni og vera alltaf leiðandi á sviði hönnunar og þróunar
á þvi sviði.
- "núll
hugmyndin" (-The "zero principle") heimspeki
Maini Félagsins hefur verið höfð að leiðarljósi Reva
Rafbíla fyrirtækisisins - engir gallar. engar tafir, engin
óvirkni og engin mengun
Bak við Reva á Íslandi er fyrirtækið 21st Century ehf,
fyritæki sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreyfingu
á umhverifsvænum ökutækjum.